Engihjalli 9, 200 Kópavogur
44.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
62 m2
44.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1978
Brunabótamat
30.800.000
Fasteignamat
40.950.000

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Engihjalli 9 Kópavogi. Tveggja herbergja íbúð á níundu hæð, 62,2 fm auk sérgeymslu sem er ekki í skráðum fm.
Laus til afhendingar 1 júlí.


Á síðustu árum hafa staðið yfir framkvæmdir á sameign hússins að utanverðu og líkur fjórða og síðasta áfanga í sumar og greiðist hlutur íbúðarinnar í framkvæmdum að fullu af seljanda. Framkvæmdir hafa verið múrviðgerðir, háþrýstiþvottur, málun, nýtt þakjárn, endurbætur á svölum, svalahandriðum og á sameign. Jafnframt verður skipt um rúðu í eldhúsglugga íbúðarinnar. Ath að framkvæmdir á sameign eru núna í gangi beint fyrir utan íbúðina.

Nánari lýsing. Opin forstofa, hol. Stofa. Útgengt á norðvestur svalir með miklu útsýni. Svalir eru meðfram allri íbúðinni. Eldhús með upprunalegri innréttingu. Nýleg eldavél/ofn. Ísskápur getur fylgt. Lítil uppþvottavél á borði getur fylgt. Ágætt eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi með dúk á gólfi. Fataskápur. Baðherbergi með innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Nýjir miðstöðvarofnar eru í íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús er á stigagangi rétt fyrir framan íbúðina.
Sérgeymsla í kjallara ca 4-5 fm. Hjóla og vagnageymsla í sameign. Á efstu hæð er sameignarrými þar sem hægt er að vera með frystiskápa.

Fallegt útsýni út á Reykjanesið og til norðurs. Sól er komin á svalirnar um miðjan daginn að sögn seljanda.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.