Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og Hús fasteignasala kynna í einkasölu snyrtilega 51,4fm 2-3 herbergja rísíbúð í fallegu litlu fjölbýli, byggt árið 1983, á þessum vinsæla stað við Fálkagötu 11. Mikil lofthæð í alrými. Suður svalir með glæsilegu útsýni.
Eignin skiptist í : forstofu, eldhús- stofu og borðstofu í opnu rými, herbergi, baðherbergi og opið herbergi í risi. Sameiginleg geymsla á hæðinni.NÁNARI LÝSING :
Forstofa með fatahengi, parket á gólfi. Eldhús með lakkaðri innréttingu, flísar á milli borðplötu og efri skápa, parket gólfi. Stofa og borðstofa opin við eldhús, parket á gólfi, útgengt út á góðar suður svalir með virkilega fallegu útsýni. Frá stofu er stigi upp í risherbergi með þakglugga, opið að hluta til við alrými. Rúmgott svefnherbergi með tveimur þakgluggum, parket á gólfi. Baðherbergi með sturtu, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi og veggjum. Á gangi fyrir framan íbúð er lúga upp í sameiginlegt geymsluris sem deilist með einni íbúð. Á jarðhæð er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Fallegur sameiginlegur suður garður.
Á íbúðinni er gegnheilt stafaparket. Herbergi í risi ásamt geymslurisi er ekki skráð í fm tölu íbúðar.
Björt og falleg íbúð á góðum stað. Frábær fyrstu kaup.
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.