Holtabraut 16, 804 Selfoss
33.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
2 herb.
70 m2
33.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
30.900.000
Fasteignamat
27.350.000

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896-9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Björt og snyrtileg 2herb 70,3fm íbúð í parhúsi á Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 
Sundlaug og leikskóli í göngufæri. 


Íbúðin samanstendur af forstofu, svefnherbergi, baðherbergi, eldhúsi og stofu í sameiginlegu opnu rými og geymslu innan íbúðar sem einnig er hægt að nota sem svefnherbergi. 
Forstofan er flísalögð og hengi þar fyrir yfirhafnir. 
Þá rúmgóð stofa og gengt út í garð bak við húsið úr henni. 
Eldhúsið með nýlegri eldhúsinnréttingu, helluborði og háfi frá IKEA, og bakarofni frá AEG. 
Svefnherbergið rúmgott og með nýlegum fataskápum frá IKEA.
Baðherbergið flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu og hengi, handlaug á skúffu-skáp og spegilskápur fyrir ofan, klósett og tenging og ágætt pláss fyrir þvottavél.
Geymsla við hlið forstofu vel nýtanleg sem svefnherbergi.  Nýlegt harðparket á gólfum stofu, eldhúss, svefnherbergis og geymslu. 
Að utan er húsið klætt með standandi viðarklæðningu, grænmálað, sem og þakið, gluggar og hurðir úr tré.  Mulningur í innkeyrslu og garðurinn opinn og óbeislaður. 
Á Brautarholti er Skeiðalaug og leikskólinn Leikholt, en aðeins 27km eru á Selfoss hvar finna má alla helstu þjónustu. 
Flott fyrstu kaup.

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar um eignina.
S. 896 9565    [email protected]  

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita jafnvel til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.