Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu: Smiðjustíg 7b, FlúðumUm er að ræða 154,4 fm steinsteypt parhús með bílskúr sem er í byggingu. Eignin afhendist fullbúin að utan og tilbúin til spörtlunar að innan. Innkeyrsla verður malbikuð og lóð að öðru leyti grófjöfnuð.
Innra skipulag: Anddyri, þvottahús, baðherbergi, stofu, eldhús, 3 svefnherbergi og sambyggður bílskúr. Innangengt er í bílskúr í gegnum þvottahús.
Húsið er staðsteypt einangrað að utan með steinull. Húsið verður klætt að utan með 30x60 cm flísum sem verða límdar á álkerfi. Á þaki er litað bárujárn. Vindskeiðar eru málaðar. Velfag glugar. Gler í gluggum er tvöfalt. Hlaðnir milliveggir. Gólf þarf að slípa undir gólfefni og flota eftir atvikum. Gólfhitalagnir eru ísteyptar í gólfplötu. Gólfhitakerfi þrýstiprófað og tengt við deilikistu án stýringa og uppblöndunarkerfis. Bílskúrsgólf verður vélslípað. Frárennslislagnir í plötu eru frágengnar og tengdar veitukerfi. Raflagnir skv. teikningu, rafmagnstafla verður sett upp og lagt í töflu og raflagnir miðað við grunnvinnulýsingu. Loft verða einangruð og plöstuð og rafmagnsgrind uppsett.
Innkeyrsla verður malbikuð með hitalögnum (hitalagnir verða ótengdar) Timburpallur og skjólveggir skv. teikningu fylgja ekki en búið er að jarðvegsskipta undir þeim. Lóð er grófjöfnuð. Ídráttarrör fyrir heitan pott á baklóð en heitur pottur skv. teikningu fylgir ekki. Ídráttarrör frá rafmagnstöflu fyrir hleðslustöð milli bílskúra framan við hús. Ruslatunnuskýli fyrir 4 tunnur fylgir með.
Gatnagerðagjöld eru að fullu greidd. Byggingarleyfi er greitt. Inntaksgjöld rafmagns og hita greidd. Tengigjöld kaldavatns og holræsa eru greidd. Lagt er fyrir neysluvatnslögnum í gólfplötu skv. teikningu en ótengt.
Skipulagsgjöld greiðast af kaupanda.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996, [email protected]"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð.
5. Skipulagsgjald leggst á allar nýbyggingar þegar komið er brunabótamat á eignina. Gjaldið er nú 0,3% af brunabótamati.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.