Grenigrund 38, 800 Selfoss
69.200.000 Kr.
Parhús
3 herb.
123 m2
69.200.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1999
Brunabótamat
61.550.000
Fasteignamat
61.150.000

Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu  Grenigrund 38, Selfossi. Gott, vel viðhaldið parhús, 123,2 fm í vinsælu hverfi miðsvæðis á Selfossi.Húsið er steniklætt timburhús. Malbikað rúmgott bílastæði.  Hellulögð verönd framan við hús og við enda.  Skjólveggir eru við enda hússins.  Gróinn og snyrtilegur garður. 

Innra skipulag.
Öll gólf eru flísalögð með vönduðum flísum. Eikarinnihurðir. 
Flísalögð forstofa með innfelldum fataskáp.
Eldhús, borðstofa og stofa er opið í eitt.  Hurð er úr stofu á hellulagða verönd. Eikarfulninga innrétting í eldhúsi.  Gott skápapláss. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með. 
Hjónaherbergi með fataskáp.
Barnaherbergi með fataskáp.
Baðherbergi. Nýleg sturta með grunnum sturtubotni og glerskilrúmi, birkiispónlagðri innréttingu og handklæðaofni upphengdu salerni.
Flísalagt þvottahús með innréttingu og vinnuborð með vaski. Innangengt úr þvottahúsi í mjög snyrtilegan bílskúr . Gönguhurð er úr bílskúr út í bakgarð þar sem er hellulagt svæði með þvottasnúrum. með flísalögðu gólfi. Góðar geymsluhillur. Sjálfvirkur hurðaopnari.
Álofnar en einnig eru gólfhitalagnir í öllum gólfum. Innfeld lýsing á baði, gangi,og forstofu.

Hitalögn með lokuðu kerfi er í hluta bílastæðis.

Mjög snyrtilegt og notalegt parhús á góðum stað.

Hringið og bókið skoðun.

Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali  s. 862 1996  [email protected]  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.