Hæðarendi 5, 203 Kópavogur
16.000.000 Kr.
Hesthús
8 herb.
154 m2
16.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2010
Brunabótamat
64.800.000
Fasteignamat
43.620.000

Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu 35,28% eignarhluta í hesthúsinu Hæðarenda 5, Kópavogi.
Um er að ræða 35,28% eignarhluta í 158,4 fm hesthúsi sem byggt er árið 2009.  Þessum eignarhluta fylgja 3 x 2 hesta stíur auk hlutdeildar í sameign hússins m.a. góð kaffistofa, salerni, járningaaðstaða og hlaða ofl.  Góð loftræsing og hitaveita. 

Húsið er vandað og allt hið snyrtilegasta. Húsið er byggt úr timbri á steyptum sökkli.  Að utan er húsið klætt með alzinki bæði þak og veggir.  Kringum húsið eru steyptar stéttar með hitalögnum í.  Tvískipt galvaneserað gerði er aftan við hús með mulningi í.   Bílastæði eru framan við hús.  Í miðju hússins er breiður fóðurgangur með gúmmímottum.  Milli fóðurgangs og hlöðu er góð járningaaðstaða 

Gólfhitalagnir eru í öllum gólfum.  Innkeyrsluhurð með rafmagnsopnun er á framhlið hússins inn í hlöðu/hnakkageymslu.  Hlaða/hnakkageymsla steypt gólf. Veggir klæddir með harðvið.   Upptekin loft klædd með lituðu járni. 
Snyrtileg rúmgóð kaffistofa með innréttingu, uppþvottavél og ísskáp.  Salerni með upphengdu salerni, gert er ráð fyrir sturtu.  Geymsluloft er m.a. yfir kaffistofu og salerni.

Loft eru upptekin klædd með lituðu járni.  Góð loftræsting er í húsinu. Undir stíum er steyptur haughús kjallari með niðurföllum í.  Stíur er úr galvaneserðu járni með vandaðri grárri plastklæðningu. Gólf í stíum yfir haughúsi eru úr prófíl, með timbri ofan á og klædd með gúmmi.  Einfalt er að taka upp gólf þegar haughús er losað.  Fjórar véltækar innkeyrsluhurðir eru til að losa haughús.  Milligerði á lömum. 

Vel staðsett hesthús á félagsvæði Spretts.

,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       
                                                                                                          
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.