Jaðar bílastæði, 800 Selfoss
Tilboð
Einbýli
0 herb.
0 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2023
Brunabótamat
0
Fasteignamat
51.100.000

Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s 862 1996 og Fasteignasalan HÚS kynna í einkasölu 5 stk bílastæði í fasteigninni "Jaðar Bílskýlislóð, Selfossi". Eignin er staðsett í miðju hverfisins Jaðars á Selfossi.  Húsið sjálft og húsin í kring hannaði i Vífill Magnússon arkitekt í fallegum burstabæjarstíl og falla þau einstaklega vel inn í fallegt landslagið þar sem það stendur við helstu náttúruperlu Selfyssinga, Helliskóg. Þar er stutt í gönguleiðir við Ölfusá og inn í Hellisskóg sjálfan.

Fimm stæði eru til sölu og kostar hvert stæði kr. 10.500.000 en alls eru 9 stæði í húsinu.  Auk þess er eitt stæði fyrir bílaþvott.   Heildarstærð hússins er skráð 294,8 fm. Byggingarár er 2023.  Hvert bílastæði er 3,08 x 5 m. 

Nánari lýsing:
Sökklar, gólf og útveggir eru steypt. Útveggir eru 250 mm þykkir.  Límtré,bitar og klæðninga er sýnilegt innanfrá.  Útveggir og þak er einangrað utanfrá.  Útveggir eru klæddir með standandi lerkiklæðningu.  Þak er klætt með tvöföldum Protan dúk, sem er heilsoðinn á samskeytum og torfi á ystalagi.  Vélræn loftræsing er til varnar saggamyndun.  Heitt og kalt vatn er við eitt stæðið sem ætlað er fyrir bílaþvott. 
Öll bílastæði hafa aðgang að sérhleðslutæki fyrir rafmagnsbíl. 

Á lóðinni eru 7 bílastæði þar af eitt fyrir fatlaða.  Húsið skilast á byggingar stigi B4 fullbúið.  Stór innkeyrsluhurð er á stafni með rafmagnsopnun.  Fjarstýringar fylgja hverjum eignarhluta.  Gönguhurð er við hlið innkeyrsluhurðar. 

Kaupendur greiða skipulagsgjald þegar það verður lagt á en það er 0,3 % af brunabótamati. 

Gert er ráð fyrir að stofnað verði húsfélag um sameiginlegan rekstur hússins.  En allls eru 9 eignarhlutar í húsinu. Hverjum eignarhluta fylgir afnot  af einu stæði í húsinu  og afnot af sameiginlegu rými s.s. bílaþvottastæði í samræmi við væntanlegar húsfélagsreglur.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.