Tryggvagata 28, 800 Selfoss
84.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
171 m2
84.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1959
Brunabótamat
68.250.000
Fasteignamat
66.900.000

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu tignarlegt fimm herbergja einbýlishús við Tryggvagötu 28 á Selfossi.  Húsið er steinsteypt tveggja hæða, 171,8 fm og þar af er sambyggður bílskúr 30,4 fm. Húsið er byggt árið 1959 og er allt hið snyrtilegasta, hellulögð innkeyrsla með snjóbræðslulögnum og gróinn stór garður. Í garði er 15 fm garðhús (óupphitað) sem fylgir með.
Áhugaverð eign í hjarta bæjarins.  Öll helsta þjónusta s.s. leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli, íþróttaaðstaða, sundlaug og líkamsrækt og allar helstu verslanir í göngufæri.


Nánari lýsing:
Efri hæð hússins telur rúmgóða og bjarta stofu og borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, hol og úr stofu er útgengt á svalir sem snúa út í garð. Í eldhúsi er máluð upprunaleg eldhúsinnrétting og þar er góður eldhúskrókur og dúkur er á gólfi.  Miðrými hússins er rúmgott og bjart og telur stofu, borðstofu og hol.  Á þessu rými  og í svefnherbergjum er plastparket. Stigagangur  er snyrtilegur með nýlegu gráu teppi á gólfi.

Neðri hæð hússins telur tvö rúmgóð svefnherbergi, lítið hol, stórt baðherbergi/þvottahús, forstofu, geymslu og bílskúr. Endurnýjað gólfefni er að stærstum hluta á hæðinni, innan gengt er í bílskúr og baðherbergi með náttúruflísum á gólfi, sturtuklefa og handklæðaofn.
 
Góð eign á frábærum stað!

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected] 

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       

                                                        
                                                        
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.