Tröllhólar 21, 800 Selfoss
110.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
205 m2
110.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2004
Brunabótamat
89.400.000
Fasteignamat
97.900.000

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu:  Virkilega snyrtilegt, stórt og rúmgott  5 herbergja einbýlishús 160,9 fm ásamt sambyggðum 45 fm bílskúr, samtals 205,9 fm. Húsið er byggt árið 2004 úr timbri, klætt með duropal og járn á þaki. Frábær staðsetning innarlega í botnlanga í rólegu og eftirsóttu hverfi á Selfossi. Stór sólpallur með skjólgirðingu og heitum potti. Fallegur trjágróður á lóð, bílaplan hellulagt og lítið garðhús/skýli. Hús sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina, í góðu ástandi.  

Nánari lýsing.
Forstofa með góðum fataskáp. Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu, öll með fataskápum. Sjónvarpshol. Bjart og stílhreint eldhús með góðri innréttingu frá Fagus. Rúmgóð stofa og borðstofa með uppteknu lofti og gönguhurð út á sólpall. Endurnýjað baðherbergi með innréttingu, upphengt wc, handklæðaofn og vandaður sturtuklefi. Á baðherbergi eru Fibo veggplötur, flísar á gólfi og gönguhurð út á pall. Þvottahús með innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnsluhæð og gönguhurð út á baklóð. Innangengt er í rúmgóðan flísalagðan bílskúr með uppteknu lofti og kalt geymsluloft er yfir hluta hans.
Garðurinn er fallegur, gróinn og skjólsæll. Bílastæði er hellulagt með snjóbræðslu í hluta þess.  

Í alla staði stórt og rúmgott fjölskylduhúsi, á góðum stað sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina.
Möguleiki er á að fá húsið afhent með stuttum fyrirvara.

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected] 

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"   
    
                                                                                                                
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.