Hulduland 9, 800 Selfoss
103.900.000 Kr.
Einbýli
4 herb.
175 m2
103.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
89.950.000
Fasteignamat
95.400.000

Hús fasteignasala og Ragna Valdís Sigurjónsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala kynna eignina Hulduland 9, 800 Selfoss. Nýlegt og vel skipulagt einbýlishús með bílskúr í góðu og nýju hverfi á Selfossi. Húsið er timburhús klætt með ljósu bárujárni að utan.

Um er að ræða einbýlishús byggt árið 2020. Eignin er skráð 175 fm að stærð, þar af bílskúr 46 fm. Eignin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu og eldhús sem er í björtu og opnu alrými og þar er útgengt út á pall, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, tvö þeirra eru með fataskáp og þvottahús.  Innangengt er úr húsi í bílskúr. Nýlegt parket er á öllum gólfum nema baðherbergi þar er flísalagt og þvottahús er með steyptu gólfi.
Hiti í gólfum með hitastýringu fyrir hvert rými. Gluggar og hurðir eru úr timbri.


NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Er parketlögð með hita í gólfi, góður fataskápur/fatahengi.  
Stofa: Er í opnu alrými með gólfsíðum gluggum og rennihurð út á pall.
Eldhús: Er rúmgott, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur. Eyja með spanhelluborði, nýlegum háf og góðu borðplássi.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með fataskáp .
Svefnherbergi 1: Er rúmgott með fataskáp.
Svefnherbergi 2: Er rúmgott.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með upphengt salerni. Walkin sturtu og baðkari, góð innrétting með handlaug, handklæðaofn.
Þvottahús: Steypt gólf, góð innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.


Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 8466581, tölvupóstur [email protected] og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali.

Góð staðsetning í nýlegu hverfi á Selfossi þar sem stutt er í verslanir, leikskóla og skóla.


,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" 

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.


Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.