Silfurtún , 845 Flúðir
159.000.000 Kr.
Atvinnuhús
0 herb.
6824 m2
159.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
258.000

Hús fasteignasala kynnir í einkasölu. Silfurtún á Flúðum. Ein af þekktari garðyrkjustöðvum landsins sem hefur til langs tíma verið ein aðal framleiðslustöð jarðaberja á Íslandi.
Lóðin er gróin leigulóð frá Hrunamannahreppi, rúmir 1,5 ha. Hitaveita frá Hrunamannahreppi.

Með garðyrkjustöðinni fylgir íbúðarhús, 141,4 fm á sér fastanúmeri og sér leigulóð sem er 1.197,3 fm.

Nánari lýsing eignar:
Garðyrkjustöð:
Glerhús samtals 2147 fm. Tvö húsanna samtals 864,4 fm eru með Priva tölvustýringu sem stýrir lýsingu, hita og gluggaopnun. Uppeldishús 215 fm. Önnur glerhús eru með glugga og hitastýringum. Mögulegt er að bæta við lýsingu að sögn seljanda. Lagnir og lampar til staðar.
Plasthús. Þau eru alls 4369  fm. Þ.a. er eitt hús 1150 fm sem er ekki skráð. Húsin eru með lofthita og gluggastýringum. Seljandi mun yfirfara plast og lagfæra göt fyrir afhendingu.
Pökkunarhús. Samtals 167 fm. Klætt og upphitað. Starfsmannaaðstaða, lagerrými, kæliklefi, salerni.
Ekki er fullt samræmi í opinberri skráningu á fm gróðurhúsa og hinum raunverulegu fm garðyrkjustöðvarinnar skv lista frá seljanda.

Íbúðahús. Steypt hús byggt 1972. Innveggir léttir. Forstofa, hol, stofa, borðstofa, eldhús, fjögur svefnherbergi. baðherbergi og þvottahús. Húsið er að hluta til upprunalegt, m.a. gluggar og gler og þak. Nýlega er búið að setja gólfhita í húsið og nýtt parket að miklu leiti. Vantar lokafrágang og stýringu. Eldhús og baðherbergi eru ekki upprunaleg og hafa verið endurnýjuð. 

Mjög áhugavert tækifæri á vinsælum og eftirsóttum stað. Hvort heldur sem haldið er áfram í jarðaberjaræktun eða leitað inn á önnur svið ræktunar.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s. 864-8090 eða [email protected] 

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.