Bleikjulækur 1, 800 Selfoss
98.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
162 m2
98.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
86.550.000
Fasteignamat
91.050.000

HÚS fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Bleikjulækur 1. Fallegt nýlegt og viðhaldslétt einbýlishús á skemmtilegum stað í nýlegu hverfi á Selfossi.
Eftirtektaverð hönnun og gott skipulag. Húsið er timburhús með liggjandi báruklæðningu. Plastgluggar og hurðir og húsið því viðhaldslétt.


Fullfrágengin lóð. Steypt innkeyrsla og steypt verönd með skjólveggjum með hertu gleri. Aukainnkeyrsla við bakinngang. Garðhús ca 12 fm í bakgarði (ekki í skráðum fm hússins).
Aukaherbergi í bílskúr með sérinngangi.

Nánari lýsing. Opin forstofa með fataskáp. Forstofuherbergi. Innan við forstofu er rúmgott hol og stofaEldhús með rúmgóðri hvítri háglans innréttingu og borðstofa sem er opin til stofu. Mikil lofthæð er í þessu rými og innfeld ledlýsing. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Baðkar, sturta og innrétting. Þvottahús með góðri innréttingu og hurð út á verönd. Úr borðstofu er hurð út á verönd og rennihurð út á verönd úr stofu. Flísar á gólfum. Tvö parketlögð herbergi, stórir skápar í hjónaherberginu. Framan við hjónaherbergi er búið að loka af rými með stórum heitum potti og sturtu. (það er ekki í skráðum fm) Rennihurð út á verönd. Salerni er innst í húsinu og innangengt úr því inn í bílskúr. Bílskúr er opið rými og innst í því er fjórða svefnherbergið (aukaherbergi)  með sérinngangi.
Hiti er í gólfum hússins með stýringum fyrir hvert rými.
Garðhús er ca 12 fm. Köld geymsla og sorptunnuskýli. 

Góð eign með mjög góðu innra skipulagi. Afhendingartími ca 2-3 mánuðir.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]
BÓKIÐ EINKASKOÐUN.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, 0,4 % fyrir fyrstu kaupendur.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.