Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 og HÚS fasteignasala kynna í sölu: Hellismýri 8F, Selfossi ENDINýtt fullbúið, mjög vandað og snyrtilegt iðnaðarhúsnæði, malbikað plan, góð lofthæð. Eignin er tilbúin til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Grunnflötur neðri hæðar er 120,1 fm auk 38 fm millilofts.
Þak og veggir eru með burðarvrki úr límtré með málmklæddum 80mm “Quad Core” samlokueiningum á veggjum með PIR einangrunarkjarna og með málmklæddum 100 mm “Quad Core” samlokueiningum með PIR einingum á þaki.
Steyptur sökkull með vélslípaðri plötu.
Innkeyrsluhurð 4,0 m breið og 4,07 m há, Héðinshurð með rafmagnsopnun, og gluggaröð
PVC gluggar og gönguhurðar. Tvær gönguhurðir á gafli. Tvöfalt gler.
Upphitun gólfhitalagnir.
Álþakkantur og lýsing undir þakskeggi á sólúri.
Afstúkað snyrtilegt salerni á neðri hæð.
Timburstigi upp á milliloft með handriði.
Á millilofti eru gluggar. Burðarvirki millilofts er stálbitar og límtrésplötur.
Vegghæð hússins er 4,485 m og mænishæð er 6,309m.
Nettóflötur þ.e. innanmál húss er skv. teikningu 6,833m að breidd og 17,00m að lengd.
Lóðin framan við hús og við enda hússins er malbikuð.
Hlutdeild í húsi og lóð er 16,76%. Lóðin er 2222,5 fm leigulóð.
Sérafnotafletir á lóð framan við hús 8 m frá húsi og aftan við hús 2 m frá húsi.
Gatnagerða- og byggingarleyfisgjöld innfalið í verði. Inntaksgjöld rafmagns, kalda vatns og hitaveitu er greitt.
Kaupendur yfirtaka áhvílandi VSK kvöð og undirrita yfirlýsingu þess efnis samhliða gerð kaupsamnings. Sé kaupandi ekki með virðisaukaskattskylda starfsemi þarf kaupandi að greiða VSK. kvöð upp fyrir sinn hluta og bætist þá sá hluti við umsamið kaupverð eignarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s.
862 1996,
[email protected]"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð.
5. Skipulagsgjald leggst á allar nýbyggingar þegar komið er brunabótamat á eignina. Gjaldið er nú 0,3% af brunabótamati.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.