Ártún 13, 800 Selfoss
93.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
269 m2
93.900.000
Stofur
3
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
92.950.000
Fasteignamat
79.250.000

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu. Virkilega áhugavert stórt einbýlishús með mörgum herbergjum, ásamt bílskúr, á fallegri lóð norðan Ölfusár á Selfossi. 
Bókið skoðun hjá fasteignasala s 8648090

Húsið er bárujárnsklætt timburhús byggt 1955 og um 1985 var farið í miklar endurbætur og byggt við það eftir teikningu Vífils Magnússonar arkitekts. Viðbyggingin er lægri hluti hússins auk bíslags norðan við húsið. Húsið er alls 229,8 fm. Bílskúr sem er 40 fm niðurgrafinn var byggður 1993.  Fallegt útsýni frá húsinu yfir Ölfusá og sést m.a. til Heklu og Eyjafjallajökuls.

Lóðin, sem er eignarlóð 778 fm er gróðri vaxin og skjólgóð. Hellulagt bílastæði framan við hús og gangstétt að húsi er með snjóbræðslulögnum.  Innkeyrsla framan við bílskúr er hellulögð. Verönd er í bakgarði. Stutt er að ganga í miðbæ Selfoss og alla helstu þjónustu. Hellisskógur, útivistasvæði bæjarins, er í þægilegu göngufæri upp með Ölfusá.

Húsið bíður upp á mjög skemmtilega og fjölbreytta notkunarmöguleika sem eins eða tveggja íbúða hús en þarfnast orðið endurnýjunar og viðhalds að hluta.
Í húsinu í dag er tvær forstofur, skáli, bókastofa, sjónvarpsstofa, tvö eldhús, borðstofa, tvö baðherbergi, fimm svefnherbergi, þvottahús og salerni. 


Nánari lýsing. Forstofa, skáli, upptekin loft með kanadískum harðvið, náttúruflísar á gólfi. Steyptur veglegur arinn, trappa niður í bókastofu, (hjónaherbergi á teikningu) og er arinn opinn þangað inn. Tröppur upp á opinn pall þar sem er sjónvarpsstofa í dag. Þetta er yngri hluti hússins. Aðalhæð, Eldhús og borðstofa. Eldhúsinnrétting frá 1985. Baðherbergi með baðkari og innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Frá 1985. Hjónaherbergi. Stigi upp á efri hæð. Þar er hol, þrjú svefnherbergi og salerni. Stigi niður í kjallara. Þar er önnur íbúð. Forstofa í bíslagi, Gangur, eldhús með innréttingu, þvottahús, svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. Auðvelt að breyta eldhúsi í viðbótar svefnherbergi. Hurð á gangi kjallara inn í bókastofuna. Á gólfum hússins eru náttúruflísar, lútuð fura, dúkur, flísar og spónaparket,

Endurnýjuð var rafmagnstafla og dregið í rafmagn við endurnýjun hússins 1985. Þá var líka endurnýjað skolp og drenað en þörf er á að endurnýja dren að nýju. Endurnýjuð miðstöðvargrind. Við endurnýjun hússins var skipt út upprunalegri einangrun úr þakinu. Glugga þarf að yfirfara og endurnýja að hluta.

Bílskúr/jarðhýsi var byggður 1993 er niðurgrafinn til að trufla ekki sjónlínu frá húsi að Ölfusá. Í innkeyrslu eru snjóbræðslulagnir sem hafa ekki verið tengdar.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]
Verið velkomin í opið hús nk þriðjudag 18 júní. Eignin verður ekki sýnd fyrir opið hús.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.







 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.