Háeyrarvellir 8, 820 Eyrarbakki
91.500.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
200 m2
91.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1977
Brunabótamat
90.900.000
Fasteignamat
61.550.000

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Háeyrarvellir 8 Eyrarbakka. Mikið endurnýjað og gott steypt einbýlishús 200,8 fm með stórum bílskúr.
Húsið sem er staðsett í rólegum botnlanga rétt við sjávarsíðuna er teiknað af Kjartani Sveinssyni.
Lóðin er gróin og snyrtileg. Góðir sólpallar yfir 100 fm með skjólveggjum að hluta og heitur pottur í bakgarði milli húss og bílskúrs.

Klæðning hússins og bílskúrs er endurnýjuð og þakjárn. Gluggar og gler almennt í góðu ástandi. 

Nánari lýsing:
Íbúðarhús. Forstofa. Við hlið forstofu er innréttað þvottahús og geymslur og þar er hurð út í bakgarð með heitum potti. Í forstofunni er fatahengi og gestasalerni. Inn af forstofu er hol og í framhaldi þess er rúmgóð stofa og borðstofa.  Úr borðstofu er opið inni í nýlega innréttað glæsilegt eldhús með vönduðum tækjum. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Úr holi er hurð út á sólpall. Herbergjagangur. Á honum eru fjögur svefnherbergi. Eitt þeirra er innréttað sem fataherbergi og annað nýtt sem vinnuherbergi.
Gott flísalagt baðherbergi með sturtu og innréttingu.
Nýlegt parkett er á öllum gólfum nema anddyri, þvottahúsi og baðherbergi þar sem eru flísar. Nýjar innihurðar.
Rafmagn er yfirfarið.
Bílskúr sem er 45,5 fm er snyrtilegur með vaski og lítilli innréttingu.

Snyrtileg eign þar sem vel hefur tekist til við endurnýjun.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]
Bókið skoðun hjá fasteignasala.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.