Miðfell 5 , 845 Flúðir
74.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
7 herb.
197 m2
74.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1968
Brunabótamat
89.800.000
Fasteignamat
54.000.000

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s. 896-9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Miðfell 5, 197fm, 7herb. steinsteypt einbýlishús á einni hæð, byggt 1968 í Miðfellshverfinu í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum.

Þak endurnýjað fyrir fimm árum, 1555fm eignarlóð og heitur pottur. 
Tveir inngangar eru á húsinu, annar norðan á (bakdyr),  hinn á suðurhliðinni.
Úti fyrir að norðanverðu er inntakskompa eða geymsla við hlið útidyranna, en ágætt rými eða forstofa innan við þær.  Rúmgóð geymsla á vinstri hönd, og bakdyraklósett með sturtu til hægri.  Dyr inn í íbúð og þvottahús þar á vinstri hönd, áfram inn stuttan gang sem greinist til vinstri í eldhús annars vegar og hins vegar áfram í stofu og svefnherbergjagang á hægri hönd. Í eldhúsinu er eldri innrétting, eldhústækin þó flest nýleg og af vandaðri gerð, -  góður borðkrókur og hurð inn í borðstofu.  Dálítið búr gengt eldhúsinu við ganginn með ágætu hilluplássi.  Stofan er rúmgóð og með suðurgluggum. Fyrrnefndur inngangur sunnan á húsinu þar við hliðina, - forstofa og skápur fyrir yfirhafnir.  Herbergjagangurinn er vel rúmur og sex svefnherbergi þar auk baðherbergis.  Öll eru herbergin rúmgóð en tvö þeirra þó sínu stærst í vesturenda hússins.  Baðherbergið einnig nokkuð stórt, með tvöfaldri handlaug á innréttingu, sturtu og klósetti.  Gólfefni í húsinu eru parket, dúkur og flísar, nokkuð farin að láta á sjá hér og hvar en innihurðir og innréttingar almennt í ágætu standi. Ummerki um raka eru í steyptri loftaplötunni.  Húsið er kynt með heitu vatni úr borholu í hverfinu og eru notendur hluthafar í henni. Þá er kominn ljósleiðari. 
Að utan virðist húsið í ágætu standi og málningin heilleg.  Skipt var um flesta glugga fyrir nokkrum árum en það fer að koma tími á að mála þá aftur og endurnýja þá sem enn eru upprunalegir. Þakið var endurnýjað fyrir fimm árum.  
Lóðin er snyrtileg, 1555fm að stærð með nokkrum trjám en mest grasi vaxin og með stórum afgirtum heitum potti og traustum hestasteini neðan við húsið. Möl í bílaplani. 
Stórt og vel skipulagt hús á fallegum stað nærri Flúðum. 

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565    [email protected]  

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.