Fossheiði 50, 800 Selfoss
48.700.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
96 m2
48.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1974
Brunabótamat
48.050.000
Fasteignamat
40.650.000

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna:  Fossheiði 50. Góð þriggja herbergja íbúð, 96,2 fm með geymslu, á efri hæð í snyrtilegu litlu fjölbýlishúsi.

Frábær staðsetning miðsvæðis á Selfossi, Stutt í grunnskóla, leikskóla, FSu, verslanir, íþróttavöllinn og sundlaugina.  Auk miðbæjarins með öllu sínu mannlífi og veitingastöðum. 
Íbúðin er laus til afhendingar í byrjun desember.

Nánari lýsing.
 Opin forstofa og hol. Eldhús með upprunalegri innréttingu. Inn af eldhúsi er þvottahús og búr/geymsla. Tvö góð svefnherbergi með nýlegum fataskápum frá Brúnás. Rúmgóð stofa með útgengi á suðursvalir. Á gólfum íbúðar er mismunandi parket. Flísalagt baðherbergi, baðkar með sturtuaðstöðu og innrétting.
Í kjallara er sameiginleg hjólageymsla og sérgeymsla sem er 7,1 fm.

Húsið var nýlega tekið í gegn að utan, múrað og málað og skipt um glugga og svalahurðar. Sameign snyrtileg að innan. Búið að endurnýja rofa og rafmagnstengla í íbúðinni.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s 8648090 eða [email protected]
Bókið skoðun.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.