Þrastarimi 3, 800 Selfoss
79.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
6 herb.
183 m2
79.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1990
Brunabótamat
99.500.000
Fasteignamat
81.050.000

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu gott, 6 herbergja 183,2 fm parhús sem stendur við Þrastarima 3 á Selfossi.  Íbúðin er á tveimur hæðum og er 138,4 fm, bílskúr er 35,3 fm og garðskáli er 9,5 fm. Húsið er steypt, byggt árið 1990. Garður er gróinn, nýlegur 90 fm sólpallur með heitum potti og skjólgirðingu. Frábær staðseting í Rimahverfinu á Selfossi. Húsið fæst afhent við kaupsamning. 

Nánari lýsing:
Flísalögð forstofa með fatahengi og innbyggðum fataskáp. Fimm svefnherbergi eru í húsinu, þrjú á jarðhæð og tvö á efri hæð. Stór upprunaleg viðarinnrétting er í eldhúsi þar sem flísalagt er á milli borðplötu og efri skápa, parket á gólfi. Úr eldhúsi er opið inn í stofu- og borðstofu þar sem annars vegar er útgengt í garðskála og út í garð og hins vegar er þar stigi upp á efri hæð. Baðherbergi var endurnýjað 2018, það er flísalagt og er með sturtu, baðkari, upphengdu wc og innréttingu.  
Bílskúr með innkeyrsluhurð að framanverðu og gönguhurð út í garð baka til. Í bílskúr er stórt geymsluloft og einnig hefur verið gert ráð fyrir íbúð í bílskur.  Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl fylgir með.

Í alla staði eiguleg, rúmgóð og vel staðsett eign.

Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]  
                                         
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.