Garðshorn , 801 Selfoss
108.400.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
224 m2
108.400.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
105.050.000
Fasteignamat
75.100.000

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s. 896 9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Garðshorn, 5herb., 224,3fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr, byggt árið 2007 á 13748fm eignarlóð í búgarðabyggðinni í Byggðarhorni í Flóa, rétt sunnan við Selfoss. 

Komið er inn í flísalagða forstofu með gólfhita og hengi fyrir yfirhafnir, forstofuklósett til hægri með upphengdu klósetti og handlaug, og parketlagt forstofuherbergi til vinstri. Þá hol og rúmgott og bjart eldhús til hægri með spanhellueyju og háfi yfir henni, stórri eldhúsinnréttingu og náttúruflísum á gólfi, gengt út á stóran pall.  Einnig gengt fram í flísalagt þvottahús með gólfhita, skolvaski og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, og áfram í tvöfaldan bílskúr með einum innkeyrsludyrum.  Á vinstri hönd úr holi er herbergjagangurinn og stofan, farið í gegnum flygilhornið í stofuna sem er með uppteknu lofti og parketi á gólfi sem flæðir inn gangurinn og herbergin, gengt úr stofu út á pall.  Samkvæmt teikningum eru fimm svefnherbergi í húsinu og þar af fjögur á svefnherbergjaganginum en milliveggur milli tveggja þeirra hefur verið fjarlægður og því eru þau þrjú þar og fataskápur í einu. Einfalt að breyta til baka ef þörf krefur. Hjónaherbergið rúmgott og stórt fataherbergi inn af því.  Baðherbergið er við enda gangsins, flísalagt í hólf og gólf, upphengt klósett, hornbaðkar, sturtuklefi, handlaug í innréttingu og hiti í gólfi. 
Að utan er húsið klætt með standandi viðarklæðningu, gluggar og hurðir úr tré og bárujárn á þaki. Stór pallur er vestan við húsið með heitum potti og köld geymsla (gámur) við hlið bílskúrsins, stigi upp á hann og þar hefur verið útbúinn skemmtilegur útsýnispallur.  Spölkorn frá húsinu standa gróðurhús og hænsnakofi sem rúmar allt að 30 hænsn.  Lóðin stór og vel gróin og skammt frá íbúðarhúsinu er skilgreindur byggingareitur fyrir útihús til frístundabúskapar eða skemmu fyrir léttan iðnað eins og heimilt er samkvæmt deiliskipulagi svæðisins, - nýtingarhlutfall er 0,1.
Virkilega áhugaverð eign.

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565    [email protected]  

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.