Miðhof 6, 845 Flúðir
98.000.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
200 m2
98.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
96.800.000
Fasteignamat
68.850.000

Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Hús kynna í einkasölu einbýlishúsið Miðhof 6, Flúðum
Mikið endurnýjað 6 herbergja, 200,6 fm  einbýlishús með bílskúr. Húsið er byggt úr timbri árið 2006.   Stór steypt innkeyrsla og mjög stór steypt verönd í kringum allt húsið.  Sérlega vönduð ca. 15 fm geymsla Timbur skjólveggir eru á verönd á baklóð.   Nýr heitur pottur með stýringu,  kaldur pottur og útisturta.

Nánari lýsing.
Rúmgóð flísalögð forstofa með hengi. 
Fimm svefnherbergi í húsinu öll með parketi. Hjónaherbergi með stórum fataskáp. 
Stofa og eldhús í opnu rými parketlagt.   Upptekin loft.  Innfeld lýsing í eldhúsi.   Snyrtileg stór eikarspónlögð eldhúsinnrétting. Tvöfaldur ísskápur.  Uppþvottavél.  Örbylgjuofn.  Útbyggður gluggi í eldhúsi.
Stofa er rúmgóð og er útgengt úr stofu á  verönd. 
Flísalagt baðherbergi, góð innrétting, sturta með hengi, baðkar og upphengt wc. 
Flíslagt gestabaðherbergi með sturtu og innréttingu, upphengt wc og handklæðaofn.
Þvottahús flísalagt þar er innrétting.  Innangengt í bílskúr úr þvottahúsi.
Bílskúr er með máluðu gólfi.  Bílskúrshurð flekahurð með rafmagnsopnun. Húsið er timburhús klætt með standandi timburklæðningu og er litað bárujárn á þaki.
Geymslan er einangruð og klædd er með steyptri plötu og veggir steyptir upp í 80 cm.  Gólf og veggir upp í 80 cm eru með epoxy.  Niðurfall er í geymslunni
Steypt rusaltunnuskýli. 

Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali  s. 862 1996  [email protected]  

,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       
                                                                                                          
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.