Halldóra Kristín Ágústsdóttir löggiltur fasteignasali sími 8611105- [email protected] og Hús fasteignasala kynna í almennri sölu: Ásaveg 18 í Vestmannaeyjum sem er eign á þrem hæðum í tvíbýli í austurbænum. Húsið er byggt úr steini árið 1955 og er 197,9 m2 þar af er bílskúr 29,3 m2 byggður árið 1960. Sér inngangur er á neðstu hæð og því möguleiki á að útbúa sér íbúð til útleigu. Skipt var um járn á þaki árið 2005, baðherbergi endurnýjað árið 2009, búið er að endurnýja eitthvað af gluggum, Rafmagnstafla og varmaskiptir hefur einnig verið endurnýjað. Skjólsæll og góður garður. Seljendur eru tilbúnir að skoða að taka minni eign uppí.
BÓKIÐ SKOÐUN á netfangið [email protected] eða í síma 8611105Nánari lýsing: Aðalhæð:
Forstofa: Flísar á gólfi, fatahengi
Hol: Flísar á gólfi
Stofa: parket á gólfi, opið í borðstofu
Eldhús: Flísar á gólfi, eldri innrétting, nýleg tæki
Herbergi: Parket á gólfi, nýlegur skápur
Herbergi: Parket á gólfi
Efri hæð:Herbergi: Parket á gólfi
Herbergi: Parket á gólfi
Herbergi: Parket á gólfi
Geymsla: Steypt gólf, óinnréttað
Neðri hæð - sérinngangurBaðherbergi: Flísar á gólfi, wc, nett innrétting, sturta, handklæðaofn
Þvottahús: Flísar á gólfi, góð innrétting
Herbergi: Parket á gólfi
Geymsla undir stiga: Steypt gólf
Bílskúr: Er byggður úr timbri, klæddur og einangraður. Rafmagn.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.