Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna. Virkilega bjarta og fallega 3ja herbergja 95 fm íbúð á jarðhæð í lyftublokk við Fossveg 2 á Selfossi. Húsið er byggt árið 2004, viðhaldslétt og sérinngangur er í íbúðina. Íbúðin er staðsett á gafli hússins og því með gluggum á þremur hliðum íbúðarinnar. Vel umgengin og snyrtileg íbúð. Sólpallur með skjólgirðingu.Nánari lýsing: Flísalögð forstofa með góðum fataskáp. Eldhús er opið inn í stofu með góðri innréttingu, keramikhelluborði og ofn í vinnuhæð. Stofa er björt og útgengt á rúmgóðan sólpall með skjólgirðingu. Tvö fín svefnherbergi, stór fataskápur í hjónaherbergi og annar minni í barnaherbergi. Baðherbergi er með flísum á gólfi, innréttingu og flísalagðri sturtu. Á baðherbergi er innrétting sem gerir ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Einnig er góð geymsla innan íbúðar með stórum fataskáp og hillum. Sameign er snyrtileg og þar er hjóla- og vagnageymsla.
Rúmgóð og björt íbúð staðsett á eftirsóttum stað á Selfossi í snyrtilegu fjölbýli.
Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan HÚS því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.