Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu. Eyrargata 67. Merkigil. Heillandi íbúð í uppgerðu húsi við sjóvarnargarðinn á Eyrarbakka.
Í hinu rómaða sjávarþorpi Eyrarbakka hefur tekist vel til með varðveislu gamalla húsa og Eyrargata 67 er eitt þeirra húsa þar sem nútíma kröfur mæta andblæ liðins tíma.
Húsið er upphaflega gömul verbúð og veiðarfærageymsla og er upphaflega byggt um 1920 og var endurbyggt að mestu á árunum 2011 og 12.Húsið er timburhús með standandi timburklæðningu og bárujárni og sérsmíðuðum gluggum. Sólpallur/verönd með heitum potti. Í bakgarði er verönd og lítið gestahús, ca 9 fm sem er auka svefnherbergi. Húsið er ekki í skráðum fm.
Innra skipulag. Opin
forstofa,
eldhús og
stofa í opnu rými. Sérsmíðuð eldhúsinnrétting. Snúningskamína sem getur notuð sýn frá öllum sjónarhornum. Upptekin loft, flotuð gólf. Trappa niður í opið
herbergi, fataskápur. Upptekin loft með innfelldum agnarsmáum ledljósum sem geta myndað einskonar stjörnuhiminn sem nýtur sýn sérstaklega í rökkri. Gólf eru flotuð. Renna í gólfi fyrir rennandi vatn undir tröppu.
Flísalagt
baðherbergi veggir og gólf og góð sturta. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Lítill
kjallari undir baðherbergi sem hægt er að nýta m.a. sem vínkjallara eða geymslu.
Hiti er í gólfi hússins og ofnar.
Í húsinu er mikið handverk og sérsmíði. Sjón er sögu ríkari.
Einstök eign, einstök staðsetning. Skemmtilegir möguleikar.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 4971155 eða [email protected]
Bókið einkaskoðun. Ekki verður haldið opið hús á eigninni.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.