Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s:862 1996 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu alls 72,3 fm, 11 hesta hús í Suðurtröð 9, 800 Selfoss. Húsið rúmar 11 hross. Ein eins hesta og fimm tveggja hesta stíur, góð hnakkageymslu og kaffistofa. Tvískipt útidyrahurð og nýleg rennihurð fyrir hey. Nýlegar innréttingar.
Lítið mál væri að stækka hey/geymslu á kostnað einnar stíu.
Stórt sameiginlegt gerði. Steypt stétt framan við hús. Sameiginlegt haugstæði við enda hússins.
Á Selfossi er mjög skemmtilegt hesthúsahverfi með virkilega öflugu hestamannafélagi þar sem búið er að byggja upp glæsilega aðstöðu fyrir félagsmenn.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 [email protected] ,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.