Loftur Erlingsson lgf s.8969565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Góð þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í eldra tvíbýli á frábærum stað á Selfossi. Fallegur garður og stutt í alla þjónustu.Komið er inn í
sameiginlega forstofu efri hæðar og íbúðarinnar á jarðhæð sem hér er kynnt til sölu. Steypur stigi upp en
góð geymsla fyrir jarðhæðina undir stiganum og læstar dyr inn í íbúðina. Þar er komið í skála og borðkrók á vinstri hönd og eldhúsið þar í framhaldi, þvottahúsið inn af því eina tröppu niður og þaðan gengt út í garð baka til. Úr skála er gangur inn íbúðina, stofa á hægri hönd og minna herbergið inn af henni, stærra svefnherbergið og baðherbergið innst á ganginum. Í
eldhúsinu er tvenns lags innrétting, sú dökka eldri en hinni bætt við fyrir nokkrum árum til að auka vinnu- og skápapláss. Flísar á gólfi eldhúss og baðherbergis en annars plastparket á borðkrók, gangi, stofu og herbergjum.
Stofan er björt og með útskotsglugga og
gott herbergi inn af henni.
Hitt svefnherbergið innst á ganginum og góðir fataskápar þar.
Baðherbergið flísalagt og með hornsturtuklefa, handklæðaofni, handlaug á nettum skáp, háum skáp og klósetti. Hátt til lofts í
þvottahúsinu og töluvert geymslupláss í hillum, gólfið málað. Öll er íbúðin snyrtileg og vel um gengin.
Að utan er húsið klætt með PVC klæðningu, hurðir og gluggar úr tré en gler í flestum gluggum var endurnýjað fyrir einhverjum árum. Þakið orðið ryðgað og kominn tími á að endurnýja það. Garðurinn er fallegur og vel hirtur, matjurtabeð á bak við hús og kaldur skúr en blóm og tré framan við húsið og möl í innkeyrslu.
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565 [email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.