Eystri-hellur , 803 Selfoss
149.900.000 Kr.
Lóð/ Jarðir
5 herb.
159 m2
149.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1995
Brunabótamat
78.450.000
Fasteignamat
39.849.000

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s. 896 9565 og Hús fasteignasala kynna:
Eystri-Hellur í Flóahreppi, 51,2ha jörð, þar af tún 4,5ha, og 5herb., 159,6fm einbýlishús á fallegum útsýnisstað skammt frá suðurströnd landsins. 
Einnig hlutdeild í sameiginlegu u.þ.b. 350ha beitilandi í Miklavatnsmýri sem er í næsta nágrenni.  Landið er allt mjög grasgefið og gott beitiland og öruggt aðgengi að vatni fyrir búfénað.  

Íbúðarhúsið er timburhús, byggt árið 1995, klætt að utan með standandi lerkiklæðningu, gluggar og hurðir úr tré, bárujárn á þaki. Undir því er skriðkjallari og gólfið er timburgólf. 
Gólfefnin eru gegnheilt parket á stofu og gangi, nýlegra harðparket í eldhúsi, dúkar á herbergjum, flísar á baðherbergi og forstofu og málað gólf í bakdyrainngangi og búri. 
Forstofan er rúmgóð og flísalögð og pláss þar fyrir stóra fataskápa eða hengi fyrir yfirhafnir og er hún staðsett fyrir miðju húsinu. 
Inni er herbergjagangur með fjórum herbergjum, baðherbergi og sjónvarpshorni á vinstri hönd, en til hægri stór stofa, eldhús með borðkróki, þvottahús/bakdyrainngangur, búr og klósett. 
Herbergin eru sem fyrr segir með dúk á gólfum og fataskápar í þeim öllum, hjónaherbergið stærst og með mesta skápaplássið. 
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, klósett, hornsturta með glerhurðum,  handlaug á voldugri innréttingu og stór spegill yfir henni. 
Í miðju húsinu er gluggalaust sjónvarpshorn og svo stofan með uppteknu lofti, kamínu og gengt úr henni út á steypta verönd með skjólveggjum umhverfis að mestu. 
Eldúsið er með vandaðri innréttingu og tækjum, neðri skápar hvítir en þeir efri með viðaráferð, borðin grá.  Borðkrókur og harðparket á gólfi.  
Þvottahús/bakdyrainngangur með ágætu plássi fyrir frystikistu, þvottavél og þurkkara. Búrið með góðu hilluplássi og hlera ofan í skriðkjallarann og upp á háaloftið hvar vel má geyma dót sem lítið er notað. 
Nett bakdyraklósett við bakdyrnar sem vísa út í eldra ca.60-80fm óskráð útihús við hliðina sem með einhverjum viðhaldsaðgerðum mætti vel nýta sem geymslu að hluta og í austur enda þess er ca.30-40fm bílskúr með steyptu gólfi og innkeyrsludyrum. 
Útihúsið laskaðist töluvert í jarðskjálftunum árið 2000 og var því afskráð en er þó brunatryggt.
Komið er að viðhaldi á öllum húsakosti á Eystri-Hellum og áhugasamir því hvattir til að skoða eignina vel með fagmanni á sviði húsaviðhalds.
Til er skipulag fyrir 18 iðnaðarlóðir á jörðinni næst Gaulverjabæjarvegi.

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565    [email protected]  

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.