Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.8969565 og Hús fasteignasala kynna:
Lyngalda 1c, 3herb., 85,1fm raðhús í byggingu á Hellu, áætlaður afhendingartími er apríl 2025.Helstu punktar úr skilalýsingu:
Húsið er hefðbundið timburhús, timburgrind í útveggjum, kraftsperrur í þaki, milliveggir með blikkstoðum klæddir gipsi, tvöfaldir brunaveggir milli íbúða.
Að utan verður húsið klætt með bárujárni sem og þakið. Gluggar og hurðir verða ál/tré.
Stofa og eldhús verða í sameiginlegu opnu rými, gengt verður úr einu herbergjanna út í garð bak við húsið.
Innrétting í eldhúsi verður með plastlagðri borðplötu, vaskur og blöndunartæki fylgja, keramik helluborð.
Fataskápar verða í hjónaherbergi, barnaherbergjum og forstofu.
Á baðherbergi verður sturta með glerskilrúmi og veggir við sturtu flísalagðir með samskonar flísum og gólf, handlaug á innréttingu og blöndunartæki fylgja. Upphengt klósett og innrétting fyrir þvottavél.
Innihurðir verða yfirfelldar og hvítar að lit.
Gráar flísar verða á gólfum í forstofu og baðherbergi/þvottahúsi.
Harðparket í viðarlit verður á öðrum rýmum. Hefðbundið gólfhitakerfi og handklæðaofn á baði.
Lóðin skilast með þökulögn, mulning í bílaplani og ruslatunnuskýli, lok fylgja ekki.
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar.
S. 896 9565 [email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
5. Skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati eftir lokaúttekt.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.