Lyngalda 1e, 850 Hella
57.800.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
3 herb.
99 m2
57.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2025
Brunabótamat
0
Fasteignamat
4.270.000

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.8969565 og Hús fasteignasala kynna:
Lyngalda 1e, 3herb., 99,7fm endaraðhús með bílskúr í byggingu á Hellu, áætlaður afhendingartími er apríl 2025.

Helstu punktar úr skilalýsingu:
Húsið er hefðbundið timburhús, timburgrind í útveggjum, kraftsperrur í þaki, milliveggir með blikkstoðum klæddir gipsi, tvöfaldir brunaveggir milli íbúða.
Að utan verður húsið klætt með bárujárni sem og þakið.  Gluggar og hurðir verða ál/tré.
Stofa og eldhús verða í sameiginlegu opnu rými og gengt þaðan út í garð fyrir enda hússins.
Innrétting í eldhúsi verður með plastlagðri borðplötu, vaskur og blöndunartæki fylgja, keramik helluborð.
Fataskápar verða í hjónaherbergi, barnaherbergi og forstofu.
Á baðherbergi verður sturta með glerskilrúmi og veggir við sturtu flísalagðir með samskonar flísum og gólf, handlaug á innréttingu og blöndunartæki fylgja. Upphengt klósett og innrétting fyrir þvottavél.
Innihurðir verða yfirfelldar og hvítar að lit.
Gráar flísar verða á gólfum í forstofu og baðherbergi/þvottahúsi. 
Harðparket í viðarlit verður á öðrum rýmum. Hefðbundið gólfhitakerfi og handklæðaofn á baði.
Í bílskúrnum verður vélslípað gólf og innkeyrsludyr með rafopnun.
Lóðin skilast með þökulögn, mulning í bílaplani og ruslatunnuskýli, lok fylgja ekki.

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar.
S. 896 9565    [email protected]  

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
5. Skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati eftir lokaúttekt.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.