Hús fasteignasala og Ragna Valdís Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali. kynna eignina Eyravegur 34B, 800 Selfoss, íbúð 408.
Um er að ræða vel skipulagða 78,1fm íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi við Eyrarveg 34B á Selfossi. Íbúðin er staðsett miðsvæðis á Selfossi, stutt í alla helstu þjónustu og miðbær Selfoss í göngufæri.Nánari lýsing: Eldhús: Er í opnu alrými, innrétting er frá HTH, helluborð, ofn, vifta og uppþvottavél.
Baðherbergi: Er flísalagt. Góð innrétting, upphengt salerni með hæglokandi setu. Handklæðaofn. Opin sturta, tengi fyrir þvottavél.
Herbergi: Svefnherbergin eru þrjú og eru fataskápar í öllum herbergjum.
Forstofa: Opin forstofa með fataskáp.
Stofa: Er björt og rúmgóð í opnu alrými.
Útgengt er á svalir úr stofu.
Harðparket er á gólfum nema á baðherbergi þar er flísalagt.Húsið:47 íbúðir eru í húsinu á 4-5 hæðum. Húsið er gert úr forsteyptum einingum og klætt með litaðri álklæðningu á völdum stöðum við svalir. Þak er byggt úr steyptum filigran plötum með ásteypulagi, síðan er þak einangrað ofan með 200-225 mm plasteinangrun. PVC þakdúkur kemur ofan á plasteinangrun, þakpappi og farg þar yfir. Hurðir og gluggar ál-tré. Pólýhúðað stálhandrið á svölum.
Sameign. Á neðstu hæð er tæknirými sem og vagnageymsla og úti á lóð er sameiginlegt rými fyrir hjól. Gólf í framangreindum sameignarrýmum eru máluð í gráum lit.
Lóðin:Lóðin er þökulögð. Bílastæði eru malbikuð. Gangstétt hellulögð. Í stað hefðbundinna sorptunnuskýla eru djúpgámar.
Bókið einkaskoðun.Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur [email protected]
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.