Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Laxabakki 11 Selfossi. Vandað, steypt og steinað fimm herbergja einbýlishús á 1.093 fm jaðarlóð með fallegu útsýni, skammt frá bökkum Ölfusár.
Húsið er viðhaldslétt og gluggar eru ál/tré. Hellulögð innkeyrsla með snjóbræðslu.Nánari lýsing. Flísalögð
forstofa og
forstofuherbergi,
Hol, gangur, geymsla.
Sjónvarpsherbergi með rennihurð, hægt að nýta sem svefnherbergi. Rúmgóð björt og falleg
stofa með uppteknu lofti, Hurð út á
sólpall. Eldhús með fallegri danskri innréttingu. Mjög skemmtilegur horngluggi í eldhúsi, rúmgóður
borðkrókur. Á
herbergjagangi eru tvö rúmgóð
svefnherbergi, fataskápur í öðru þeirra. Á gólfum hússins er gegnheilt parket nema á tveimur herbergjum þar sem er eikarparket og harðparket. Rúmgott
baðherbergi er flísalagt, stór innrétting, baðkar og sturta. Flísalagt
þvottahús, innrétting.
Baðherbergi með sturtu inn af þvottahúsi. Hurð út á verönd úr þvottahúsi þar sem er gönguhurð í bílskúr.
Bílskúr er eitt opið rými.
Hiti er í gólfum með stýringum.
Lokaður
sólpallur með heitum potti. Á hellulagðri verönd norðan við húsið er garðhús/geymsla.
Lóðin er tæpir 1.100 fm eignarlóð, bakhluti lóðarinnar er með náttúrulegum gróðri og einstöku útsýni.
Vandað og vel byggt hús á frábærum stað.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s 8648090 eða [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.