Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896 9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Bugðugerði 4a í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 4herb. 136fm parhús með bílskúr, byggt úr timbri árið 2005.
Góður pallur og heitur pottur.Forstofan er flísalögð og skápur þar fyrir yfirhafnir. Þá hol og opið sameiginlegt rými stofu og eldhúss á hægri hönd en herbergi, baðherbergi og þvottahúsgangur fram í bílskúr til vinstri. Parket á stofu og eldhúsi og gengt út á pall.
Eldhús með upprunalegri innréttingu, gaseldavél og innfelldum ísskáp sem fylgir við sölu, eyja með skúffum sem hægt er að sitja við.
Herbergin eru þrjú og skápar í tveimur þeirra, hjónaherbergið stærst og með besta skápaplássið.
Baðherbergið flísalagt í hólf og gólf, hornsturta, upphengt klósett og handlaug á voldugri innréttingu.
Þvottahúsgangur með innréttingu og skolvaski fram í flísalagðan
bílskúr og ágæt
geymsla inn af honum og gengt þaðan út í garð á bak við húsið.
Góður pallur með skjólveggjum og
heitum potti í garðinum.
Að utan er húsið klætt með standandi viðarklæðningu, gluggar og hurðir úr tré og bárujárn á þaki.
Í Árnesi er grunnskóli sveitarfélagsins og félagsheimilið Árnes, Neslaug, kjötvinnsla Korngríss og N1 bensínstöð með nauðsynjaverslun og góðu grilli.
Stutt í Þjórsárdalinn með öllum hans náttúruperlum, og 30mín akstur á Selfoss.
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565 [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.