Traustatún 6, 840 Laugarvatn
52.200.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
90 m2
52.200.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2024
Brunabótamat
47.250.000
Fasteignamat
39.300.000

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu. Traustatún 6.  Íbúð 201. Ný 90 fm þriggja herbergja íbúð á efri hæð. Fullbúin með lokaúttekt.
Nýtt og vandað staðsteypt og klætt, viðhaldslétt, fimm íbúða fjölbýlishús á fallegri útsýnislóð á Laugarvatni. 
Tilbúin til afhendingar við kaupsamning.


Í húsinu eru 3 íbúðir á neðri hæð og tvær íbúðir á efri hæð. Allar með sérinngangi.

Íbúð 0201 90 fm, verð 52.200.000. Opin forstofa, hol, eldhús og stofa í opnu rými. Tvö svefnherbergi. Baðherbergi/þvottahús. Svalir út frá stofu. Sérverönd á bakhlið hússins.

Vönduð gólfefni, innréttingar og tæki þ.m.t. innbyggður ísskápur og uppþvottavél.  Í húsinu er ofnakerfi. Ljós í öllum rýmum.
Sameiginlegt inntaksrými/geymsla á jarðhæð.

Laugarvatn er fallegt þorp sem stendur við samnefnt vatn. Vel staðsett, í Bláskógabyggð á "Gullna hringnum".  Fagurt útsýni og stutt í margar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands s.s. Gullfoss, Geysi, Þingvelli o.fl.  Á Laugarvatni er leikskóli, grunnskóli og menntaskóli. Þar er verslun, veitingastaðir, Fontana o.fl. Margvísleg afþreying í ferðaþjónustu í næsta nágrenni. Ca 30 mín akstur á Selfoss og 50 mín í Mosfellsbæ.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 4971155 eða [email protected]
Bókið skoðun


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
5. Skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, lagt á að lokinni lokaúttekt

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.