Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu. Traustatún 6. Íbúð 201. Ný 90 fm þriggja herbergja íbúð á efri hæð. Fullbúin með lokaúttekt.
Nýtt og vandað staðsteypt og klætt, viðhaldslétt, fimm íbúða fjölbýlishús á fallegri útsýnislóð á Laugarvatni.
Tilbúin til afhendingar við kaupsamning.Í húsinu eru 3 íbúðir á neðri hæð og tvær íbúðir á efri hæð. Allar með sérinngangi.
Íbúð 0201 90 fm, verð 52.200.000. Opin forstofa, hol, eldhús og stofa í opnu rými. Tvö svefnherbergi. Baðherbergi/þvottahús. Svalir út frá stofu. Sérverönd á bakhlið hússins.Vönduð gólfefni, innréttingar og tæki þ.m.t. innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Í húsinu er ofnakerfi. Ljós í öllum rýmum.
Sameiginlegt inntaksrými/geymsla á jarðhæð.
Laugarvatn er fallegt þorp sem stendur við samnefnt vatn. Vel staðsett, í Bláskógabyggð á "Gullna hringnum". Fagurt útsýni og stutt í margar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands s.s. Gullfoss, Geysi, Þingvelli o.fl. Á Laugarvatni er leikskóli, grunnskóli og menntaskóli. Þar er verslun, veitingastaðir, Fontana o.fl. Margvísleg afþreying í ferðaþjónustu í næsta nágrenni. Ca 30 mín akstur á Selfoss og 50 mín í Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 4971155 eða [email protected]
Bókið skoðunGjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
5. Skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, lagt á að lokinni lokaúttekt
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.