Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali og HÚS fasteignasala, kynna í einkasölu fjögurra herbergja snyrtilega íbúð í nýlegu raðhúsi við Gráhellu 37. Íbúðin er 91,7 fm að stærð. Að utan er húsið klætt með viðhaldsléttum Cembrit flísum og standandi viðarklæðningu, bárujárn á þaki, gluggar og hurðir er ál/tré. Bílastæði er malbikað og skýli þar fyrir sorptunnur og sólpallur með skjólgirðingu á baklóð. Forstofan er flísalögð og með fataskáp. Eldhús, stofa og borðstofa í opnu og björtu rými. Snyrtileg eldhúsinnrétting með eyju. Stofugluggar að gólfi og gengt út í garð úr stofu.
Svefnherbergin eru þrjú, tvö góð barnaherbergi með fataskápum og rúmgott hjónaherbergi einnig með góðu skápaplássi. Baðherbergið er með flísalögðu gólfi og sturtu, glerveggur fyrir henni. Upphengt klósett og hvít innrétting með mörgum skúffum og hillum fyrir þvottavél og þurrkara. Geymsla með góðu hilluplássi og flísum á gólfi.
Snyrtileg eign í alla staði.
Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð