Móstekkur 10 A, 800 Selfoss
77.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
127 m2
77.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2023
Brunabótamat
66.700.000
Fasteignamat
63.400.000

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali ásamt HÚS fasteignasölu kynna í sölu nýja virkilega vandaða og flotta íbúð við Móstekk 10 (íbúð A).  Íbúðin er fullbúin og tilbúin til afhendingar.  Húsið er fjórar íbúðir, tvær í hvoru húsi og tengibygging á milli þar sem eru geymslur og svalir.  Hver íbúð er með sérinngang.  Staðsetning er í suð-vesturhluta bæjarins í göngufæri frá Stekkjarskóla.  Íbúðin er á jarðhæð 127,2 fm ásamt geymslu. Einnig er sameign á jarðhæð tæknirými/hjólageymsla. Húsið er hannað af TEARK arkitektum þar sem fágað útlit, gæði og notagildi skapa eina heild. Lóðin umhverfis húsið er hönnuð af landslagsarkitektinum Hermanni Ólafssyni en á lóð fylgir hverri íbúð sér bílastæði með hleðslustöð. Húsin eru staðsteypt, einangrað og klætt að utan með vandaðri ál utanhússklæðningu og á þaki, sem er einhalla, er soðinn tjörupappi. 

Íbúð 101- merkt A neðrihæð, 

Nánari lýsing:
Rúmgóð forstofa með innbyggðum fataskáp, gangur með parketi á gólfi, þrjú svefnherbergi með parketi á gólfi öll með fataskápum. Rúmgott baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, handklæðaofn, innrétting, speglaskápur og "walk inn" sturta með innbyggðum blöndunartækjum. Flísalagt þvottahús með innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél/þurrkara í vinnuhæð. Sérsmíðuð elhúsinnrétting frá Voké-III. Ljúflokur á öllum skúffum og skápum ásamt innbyggðri ledlýsingu sem er undir efri skápum í eldhúsi. Heimilistæki frá AEG.  Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu og björtu rými þar sem útgengt er út á sólpall.  Séreignarflötur er við sólpall.  

Svæðaskiptur gólfhiti með digital stýringum, harðparket frá og flísar á votrýmum. Gluggar eru vandaðir ál/tré frá IDEAL. Allir innveggir eru annarsvegar steyptir burðarveggir og hinsvegar hlaðnir milliveggjasteini úr léttsteypu. Í loftum er dúkaloft með innfelldri Led lýsingu en dúkurinn skapar góða hljóðvist í íbúðinni . Lóð, fullfrágengin, gras, gróður, hellulagðar/styptar stéttar og malbikað bílaplan með 27 bílastæðum en íbúðinni fylgir eitt sér stæði þar sem lagt hefur verið fyrir hleðslustöð sem tengist beint inn á rafmagnsmæli íbúðar. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla á jarðhæð.

Virkilega flott íbúð, í vönduðu húsi þar sem skipulag, frágangur, efnisval og innréttingar eru til fyrirmyndar.

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected] 

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       

                                                        
                                                        
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.