Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896 9565 og Hús Fasteignasala kynna í einkasölu:4ra herb. 161,4fm endaraðhús á tveimur hæðum innst í botnlangagötu á frábærum stað á Selfossi.
Garður aflokaður með hundheldri skjólgirðingu, heitur pottur og geymsluskúr. Leikskólinn Árbær í göngufæri.Komið er inn í flísalagða
forstofu, og nett forstofusalerni við hlið hennar. Inn til vinstri er
eldhús og borðstofa, gengt úr borðstofu út á hellulagða stétt framan við húsið og gluggi að gólfi. Í
eldhúsi góð aðstaða til matargerðar, hvít eldhúsinnrétting með innbyggðri AEG uppþvottavél sem fylgir við sölu, Siemens spanhelluborði, háfi yfir því og bakarofni undir, og mikið skápapláss. Traustur tréstigi upp á efri hæð hússins við gafl þess og kósý rými bak við hann og gengt út í bakgarð. Látlaus
stofan einnig þar innaf með glugga að gólfi. Á jarðhæð er einnig rúmgott
þvottahús með geymsluhillum og þvottasnúrum. Harðparket á öllum gólfum á báðum hæðum nema votrýmum.
Á efri hæð eru svo þrjú góð svefnherbergi og aðal baðherbergi hússins, upptekin loft í öllum þeim rýmum.
Hjónaherbergið stærst herbergjanna,- góðir fataskápar þar og gengt út á suðursvalir.
Geymsla eða fataherbergi inn af öðru hinna herbergjanna og einnig gengt út á svalir til norðurs.
Baðherbergið rúmgott með upphengdu klósetti, sturtu með glerhurðum, stórri handlaug á skúffuskáp, háum handklæðaskáp og tengimöguleikum fyrir þvottavél eða baðkar. Dúkur á gólfi þess. Gólfhiti á neðri hæð hússins en ofnakerfi uppi.
Húsið er timburhús, klætt að utan með hvítu og rauðu bárujárni og dökkri viðarklæðningu í bland sem setur fallegan blæ á útlitið, gluggar og hurðir úr tré.
Garðurinn er girtur með hundheldri skjólgirðingu og
heitur pottur í skjólsælu horni hans. Hellulagðar stéttar við útganga beggja vegna hússins og geymsluskúr við bílastæðið.
Áhugaverð eign með karakter.Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar um eignina.
S. 896 9565 [email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita jafnvel til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.