Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í sölu Sunnuveg 4, Selfossi einbýlishús með bílskúr, talsvert endurnýjað, staðsett miðsvæðis á Selfossi í grónu hverfi. Miðbær, skólar og sundlaug í göngufæri. Stór afgirt lóð með timburverönd og heitum potti. Húsið er snoturt 115,8 fm, þrjú svefnherbergi, ásamt 35,4 fm bílskúr. Húsið er einangrað að utan og klætt með stallaðri klæðningu. Þak er valmaþak með bárujárni.
Forstofa er flísalögð þar er hengi.
Hol er flísalagt.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf þar er innrétting, baðkar með sturtu, upphengt salerni og handklæðaofn.
Þrjú svefnherbergi öll með skápum og harðparketi á gólfum.
Eldhús er flísalagt þar er stór hvít innrétting með flísum á milli skápa.
Þvottahús og bakinngangur er flísalagður. Úr þvottahúsi er lúga upp á loft.
Stofan er parketlögð, útgengt er á timburverönd.
Við húsið er timburverönd með heitum potti.
Bílskúrinn er frístandandi og er hann upphitaður. Mulningur er í bílaplani.
Húsið var tekið talsvert í gegn árið 2008 en þá var m.a. skipt um lagnir, miðstöðvarofna, raflagnir, rafmagnstöflu, baðherbergi endurnýjað og skipt eldhúsinnréttingu, gólfefni og innihurðir og var hluti milliveggja endurnýjaðir. Gólfplata í miðrými hússins brotin upp og sig lagað.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 862 1996, tölvupóstur [email protected]"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.