Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu Strandgötu 6, "Hamrahvoll" Stokkseyri. Einbýlishús með bílskúr á góðum stað við sjóvarnargarðinn á Stokkseyri.Húsið er byggt árið 1968 úr holsteini, klætt að utan með steniklæðningu. Á þaki er bárujárn. Skráð stærð er 135,9 fm en sólstofa um 25,2 fm er ekki inni í skráðri stærð hússins. Bílskúr er 40,0 fm byggður árið 1980 og er hann múraður að utan. Á þaki er bárujárn. Komið er að viðhaldi á húsinu bæði að utan og innan. Alls eru fimm svefnherbergi í húsinu.
Forstofa er flísalögð.
Forstofuherbergi með plastparketi.
Eldhús er dúklagt þar er dökk fulningainnrétting. Úr eldhúsi er gengið inn í búr sem er svo opið inn í litla geymslu sem er með sér inngangi og var áður notað sem kyndikompa.Úr eldhúsi er einnig gengið inn í rúmgott þvottahús sem er með sér inngang.
Stofa með plastparketi útgengt í sólstofu.
Sólstofa með plastparketi. Gólf í sólstofu er timburgólf.
Fjögur svefnherbergi á svefnherbergisgangi.
Baðherbergi er flísalagt þar er innrétting og baðkar.
Bílskúr er upphitaður með afrennsli af húsi.
Staðsetning hússins er mjög góð en húsið stendur miðsvæðis á Stokkseyri við sjóvarnargarðinn.,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.