Kambasel 55, 109 Reykjavík
124.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
5 herb.
223 m2
124.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1979
Brunabótamat
100.350.000
Fasteignamat
109.650.000

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu:  Virkilega snyrtilegt, stórt og rúmgott 5 herbergja endaraðhús; 199,9 fm ásamt sambyggðum 24,0 fm bílskúr, samtals 223,9 fm. Frábær staðsetning í Seljahverfinu. Stór sólpallur með skjólgirðingu meðfram gafli hússins og að framanverðu við jarðhæð en á annarri hæð eru svalir. Fallegur trjágróður sem kemur m.a. upp úr sólpallinum. Hús sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og er í góðu ástandi.  

Nánari lýsing:
Jarðhæð: Forstofa með góðum fataskáp og ljósum flísum á gólfi þar sem er innangengt í snyrtilegt þvottahús með innréttingu sem gerir ráð fyrir þvottavél/þurrkara í vinnuhæð. Tvö rúmgóð svefnherbergi, annað með fataskáp og úr því er gönguhurð út á sólpallinn. Baðherbergi með sturtu.
Efri hæð: Í mjög rúmgóðu, björtu og opnu rými er eldhús, borðstofa og stofa þar sem útgengt er út á svalir. Baðherbergi með sturtu og baðkari og þar við hliðina í öðru rými salernisaðstaða. Rúmgott búr með hillum. Fín eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi og heimilistækin eru endurnýjuð. Á gólfum er gegnheilt parket. 
Ris/þriðja hæð: Stórt og rúmgott unglingaherbergi og svo annað minna. Í báðum herbergjum eru þakgluggar.
Fínn bílskúr og bílaplan er malbikað með snjóbræðslu.

Talsverðar endurbætur hafa verið á húsinu undanfarin ár og má þar helst nefna ofnakerfi, rafmagn, gler/glugga, þak og fl.  Nánar varðandi endurbætur í söluyfirliti.

Í alla staði stórt og rúmgott fjölskylduhús, á skemmtilegum stað!  Sjón er sögu ríkari. 

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected] 

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"      
 
                                                                                                                
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.