Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 og HÚS fasteignasala kynna í sölu nýtt parhús, Hæðarland 1, Selfossi.151,4 fm parhús með bílskúr. Þrjú svefnherbergi auk herbergis í bílskúr. Eignin afhendist fullbúin að utan og innan í samræmi við skilalýsingu seljanda. Afhending er innan tveggja vikna frá kaupsamningi. Einnig er möguleiki að kaupa eignina eins og hún er þ.e. tilbúin til innréttinga, fullmáluð með ídregnu rafmagni.
Nánari lýsing:Forstofa: Flísalögð forstofa með tvöföldum skáp.
Þrjú svefnherbergi öll skápum og parketi á gólfi. 75 cm í barnaherbergjum.
Baðherbergi: Baðherbergi með opnum sturtuklefa með gleri, innrétting og upphengt salerni. Flísalagt gólf. Veggir við sturtu eru einnig flísalagðir. Sturtutæki eru innbyggð. Handklæðaofn.
Sjónvarpshol: Í miðrými hússins er gott sjónvarpshol með innfeldum vegg fyrir sjónvarp.
Eldhús: Eldhús er hluti af opnu alrými. Eldhúsinnrétting frá IKEA og borðplata frá Fanntófell. Spanhelluborð með innfeldum háf. Innfeldur ísskápur og uppþvottavél.
Stofa: Björt stofa, í framhaldi af eldhúsi, þaðan er útgengt á baklóð um rennihurð. Parket á gólfi.
Þvottahús: Flísalagt þar er innrétting.
Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi.
Bílskúr: Innkeyrsluhurð er flekahurð með gönguhurð. Flísar á gólfi. Geymsluloft með niðurfellanlegum stiga. Í enda bílskúrs er geymsla/herbergi með hurð út á baklóð.
Mulningur í bílaplani. Lagt er fyrir heitum potti. Lóð er þökulögð. Forsteypt 3 ja tunnu ruslatunnuskýli án hurða og loka.
Kaupendur geta haft áhrif á gólfefni, innihurðir og framhliðar á innréttingar.Innréttingar eru frá IKEA og innihurðir og gólfefni frá BYKO. Borðplötur í eldhús, bað og þvottahús eru frá Fanntófell. Vaskar og blöndunartæki í eldhús, bað og þvottahús eru frá IKEA.
Húsið er byggt úr timbri árið 2024. Að utan er það klætt með lituðu bárujárni. Litað bárujárn er á þaki. Gluggar ál/tré. Gólfhitalagnir, fullkomið loftræstikerfi uppsett. Forhitari á neysluvatni. Veggir eru gifsklæddir. Ljósar viðarþiljur eru í loftum.
Hringið og bókið skoðun.Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 [email protected] ,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
5. Skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati.