Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu þrjár íbúðir sem seldar verða í einum pakka við Karlagötu 18, 105 Reykjavík en íbúðirnar þrjár eru allar sunnanmegin í húsinu sem er lítið fjölbýli. Húsið stendur á horni Karlagötu og Gunnarsbrautar, byggt árið 1938. Íbúðirnar eru allar í leigu. Kominn er tími á viðhald hússins.Nánari lýsing:
Íbúð 201 - 57,1 fm: Stigagangur með glugga og útgengt út á litlar svalir sem snúa út í Karlagötu. Lítið eldhús, baðherbergi með sturtuklefa og tvö svefnherbergi og stofa. Lítið hol og úr því er þaklúga upp í kalt þakrými sem notað er sem geymsla.
Íbúð 101 - 59,6 fm: Sameiginlegur inngangur með íbúð 201 og sama innra skipulag. Lítið eldhús, baðherbergi með baðkari/sturtuaðstöðu og tvö svefnherbergi en úr öðru þeirra er opið inn í stofu. Lítið hol.
Íbúð 001 - kjallari - 41,3 fm: Sérinngangur. Í opnu rými stofa og eldhús og inn af stofu er rúmgott svefnherbergi og svo annað minna barnaherbergi. Baðherbergi með upphengdu wc og sturtuklefa. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og þurrkaðstaða.
Áhugaverð eign/eignir á eftirsóttum stað miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu.
Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali s. 891-8891 eða [email protected]
Hringið og bókið skoðun. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, fyrstu kaupendur 0,4%, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.Fletta í fasteignalista