Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu svo gott sem nýtt, stórt og reisulegt 236,1 fm einbýlishús með 38,2 fm sambyggðum bílskúr samtals 274,3 fm; byggt árið 2021. Húsið stendur við Norðurgötu 26 sem er 10.392 fm eignalóð í Tjarnabyggð, 801 Selfossi. Húsið er byggt úr timbri, klætt að utan með smábáruáli frá Áltak, þakkantur er klæddur með áli og ál er á þaki. Stór sólpallur með skjólgirðingu, heitum potti og sánuklefa. Tilbúinn er sökkull fyrir hesthús 97,1 fm / skemmu 203,3 fm - samtals 300,4 fm að stærð, sambyggt.***** Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá fasteignasala ******Nánari lýsing: Fimm góð svefnherbergi eru í húsinu, öll með fataskápum og inn af hjónaherbergi er annars vegar snyrtilegt flísalagt baðherbergi sem er annað tveggja baðherbergja í húsinu og hins vegar fataherbergi með stórri innréttingu. Útgengt er úr hjónherbergi út á sólpall. Opin flílasögð forstofa með stórum fataskáp og við inngang í forstofu er bíslag sem myndar gott skjól. Eldhús með vandaðri innréttingu með miklu skápaplássi og eyju, span helluborði, vönduðum heimilistækjum, tveir bökunarofnar og innbyggður ísskápur/frystir og uppþvottavél. Rúmgóð borðstofa þar sem rennihurð úr áli er út á sólpallinn. Stofa í opnu rými við eldhús með innfelldri ledlýsingu og ljósum loftaþiljum með skuggafúgu. Við stofu er lítill veggur með innbyggðum gas arni frá Blikkás funa. Baðherbergið er með flísalagðri sturtu með glervegg, fallegri innréttingu, handklæðaofni, upphengdu wc, spegli með óbeinni lýsingu og innbyggðum blöndunartæjum. Handlaug frá Lusso stone og útgengt er úr baðherbergi út á sólpall. Rúmgott sjónvarpshol með tækjaskáp og hægt er að loka því með hljóðplöturennihurð. Þvottahús er með góðri innréttingu, Eboxy á gólfi og úr því er innangengt í bílskúr. Bílskúr með góðri lýsingu, Eboxy á gólfi, innkeyrsludyr með hurðaopnara og stór geymsluskápur.
Á gólfum eru annars vegar vandaðar flísar og hins vegar harðparket, hvort tveggja frá Birgisson. Digital/snjall svæðaskiptur gólfhiti. Ljósleiðari. Varmaskiptir er á neysluvatni, næturlýsing undir þakkanti og rafhleðslustöð. Aukin lofthæð er í húsinu 2,85 m.
Í alla staði vel skipulögð, snyrtileg og vönduð eign staðsett í barnvænu umhverfi. Deiliskipulag lóðar veitir rúmar byggingarheimilidir eða allt að 1500 fm byggingarmagn. Einnig eru möguleikar varðandi rekstrarleyfi fyrir útleigu.
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected]
Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill fasteignasalan því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891 og 497-1155,
[email protected]