Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali, og Hús fasteignasala. kynna í einkasölu eignina Gröf 0, 806 Selfoss. Um er að ræða 32,60m² sumarbústað á 7400,0 m² eignarlóð í sumarbústaðarlandi í Bláskógarbyggð. Stórbrotið útsýni í allar áttir. Læst hlið er inn á svæðið.Húsið er bjálkahús byggt árið 2014, lítil timburverönd og hellulagt að hluta fyrir utan. Húsið stendur á steyptum steinum og dregurum.
Eitt svefnherbergi með nýjum fataskáp, inn af svefnherbergi er lítil kompa þar sem hitakútur er, og þvottavél/þurrkari. Stofa og eldhús er opið í eitt, í eldhúsi er ný innrétting, eldavél og ísskápur nýlegt. Baðherbergi er með nýrri innréttingu, gólfföstu salerni og sturtu.
Nýlegt plastparket á gólfum.
Allt nýlega málað að innann.
Áætlað er að það verði hitaveita á svæðinu.
5fm geymsluskúr er á lóðinni.
Byggingarleyfi er komið fyrir allt að 100fm sumarhúsi á lóðinni. Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur ragna@husfasteign.is.
,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir" Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.