Birkivellir 14, 800 Selfoss
99.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
245 m2
99.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1963
Brunabótamat
110.150.000
Fasteignamat
88.100.000

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Birkivellir 14. Stórt 6 herbergja steypt einbýlishús, 245,3 fm  með bílskúr, í grónu og vinsælu hverfi miðsvæðis á Selfossi. Stutt í alla helstu þjónustu, verslanir, skóla og íþróttaaðstöðu og nýjan miðbæ.

Húsið sem var byggt 1963 var klætt með duropal 2004 og allir gluggar nema einn voru endurnýjaðir. Nýlega var endurnýjað bílskúrsþak þ.e. klæðning, pappi, járn og flasningar. Eldhúsinnrétting er frá  2002. Sólstofa var byggð 2004 og þá var settur hiti í gólf sólstofu, borðstofu og eldhúss. Nýlegir ofnakranar á öllum ofnum en ofnar eru bæði upprunalegir og nýlegir. Lagnir eru á ýmsum stigum.

Innra skipulag:
Neðri hæð. Forstofa, hol þar sem er stigi upp á efri hæð. Rúmgott svefnherbergi. Eldhús, borðstofa, stofa og garðskáli. Þvottahús með sérinngangi, þar er salerni og sturta. Miðstöðvarkompa, hálf niðurgrafin. 
Efri hæð, rúmgott hol. Fjögur rúmgóð svefnherbergi. Tvö baðherbergi með sturtum, voru sett upp fyrir ca 10 árum vegna AirBnB leigu á efri hæð. (var áður eitt baðherbergi)
Upprunalegar innihurðar og gólfefni eru af ýmsum gerðum.

Bílskúr er eitt opið rými, hurðaopnari, smurgryfja. Nýlegir ofnar. Steypt bílaplan framan við bílskúr. Samkvæmt upplýsingum frá seljanda er bílskúrinn 60 fm en skráður 50 fm.

Sólpallur í garði með heitum potti og garðkofi sem nýtist sem geymsla.

Ýmis viðhaldsverkefni og endurnýjun fyrirliggjandi. Má þar aðallega nefna þak hússins sem þarfnast endurnýjunar.

Nánari upplýsingar og skilalýsingu veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]
Bókið einkaskoðun.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.