Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896 9565 og Hús fasteignasala kynna:
63,4fm iðnaðarbil merkt 107, með afstúkaðri skrifstofuaðstöðu, í nýlegu iðnaðarhúsnæði á Selfossi sem telur 14 bil samtals.Upphaflega var opið á milli bila 106 og 107 og þannig hafa þau verið í útleigu um hríð.
Nú verður settur upp brunaveggur á milli bilanna og þau seld hvort um sig.
Lofthæð inni u.þ.b. 3,9m - 4,8m og innkeyrsludyr eru 3m breiðar og 3,5m háar.
Stærð gólfflatar u.þ.b. 5m x 12,4m, þó teknir ca 5fm úr A horni rýmisins fyrir tæknirými fyrir alla lengjuna sem telur 14 bil samtals.
Gólfplata er steinsteypt og vélslípuð, burðarvirki límtré, klæðning þaks og veggja úti og inni samlokueiningar með PIR einangun. Innkeyrsludyr eru á hverju bili og göngudyr við hlið þeirra úr PVC efni eins og gluggarnir á bakhlið sem eru með tvöföldu einangrunargleri og björgunaropi.
Búið er að stúka af 9fm skrifstofuaðstöðu við hlið inntaksrýmisins.
Bilið eru hitað upp með hitablásara og LED lýsing er í lofti og yfir útidyrum, og gert er ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla í töflu og þriggja fasa rafmagn. Einnig lagnir til staðar fyrir skolvask og klósett.
Lóð malbikuð framan við húsin og eitt bílastæði framan við hvert bil á um 30fm sérnotafleti. Mulningur í lóð baka til og kvöð um aðgengi að inntaksrýmum.
Virðisaukaskattskvöð hvílir á bilinu uppá u.þ.b. kr. 2.340.000.- sem kaupandi yfirtekur.
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar í síma 896 9565 eða í tölvupósti [email protected]
Hafðu samband. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.