Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Sóltún 20. Gott og vel viðhaldið fjögurra herbergja parhús á eftirsóttum stað. Um 160 fm, þ.a. bílskúr 41,2 fm. Nýr miðbær í þægilegu göngufæri.
Laust til afhendingar við kaupsamningHúsið er timburhús klætt með stení. Malbikuð innkeyrsla og hellulögð stétt og verönd með skjólveggjum. Snjóbræðslulagnir framan við hús. Grasflöt í bakgarði og þvottasnúrur.
Innra skipulag. Forstofa með fataskáp.
Hol.
Eldhús með góðri innréttingu, flísar á milli skápa,
borðkrókur. Rúmgóð
stofa og
borðstofa með hurð út á verönd.
Gangur. Þrjú misstór
svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi með góðri innréttingu, baðkar og sturta.
Þvottahús með vinnuborði með vaski og innangengt í góðan
bílskúr.Á gólfum hússins eru flísar í forstofu, baðherbergi og þvottahúsi og hiti í gólfi. Korkflísar á eldhúsi og korkparket annars staðar. Sérsmíðaðar innréttingar og fataskápar frá Fagus. Bílskúr er flísalagður og hiti í gólfi. Hurðaopnari og gönguhurðir að framan og aftan, mjög gott geymsluloft. Sér salerni í bílskúr og gott vinnuhorn þar sem teiknuð var geymsla.
Vel umgengin og snyrtileg eign í alla staði.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]
Bókið einkaskoðun.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.