Austurvegur 21B, 800 Selfoss
49.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
98 m2
49.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1957
Brunabótamat
47.850.000
Fasteignamat
40.350.000

Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali, og Hús fasteignasala, kynna í einkasölu eignina Austurvegur 21B, 800 Selfoss.
Snyrtileg þriggja herbergja íbúð með sérinngangi í steinsteyptu þríbýlishúsi miðsvæðis á Selfossi. Íbúðin er skráð 98.3 fm ásamt 5,6fm geymslu, samtals 103,9fm.

Tilvalin fyrstu kaup.

Nánari lýsing:
Forstofa er snyrtileg með flísum á gólfi og fatahengi.
Hjónaherbergi er rúmgott með stórum fataskáp. 
Innrétting og tæki í eldhúsi var allt endurnýjað árið 2020. 
Gott baðherbergi með upphengdu wc, handklæðaofni og vaskaskáp, allt endurnýjað ásamt gólfefnum árið 2020/2021. 
Barnaherbergi eru tvö, ný gólfefni.
Á gangi er stór fataskápur og gegnheilt eikarparket á gólfi.
Stofan er björt og rúmgóð þar sem útgengt er út á svalir. Gegnheilt eikarparket er á gólfi.

Íbúðin hefur fengið talsverðar endurbætur seinustu ár má þar helst nefna:

Eldhúsinnrétting og tæki endurnýjað 2020/2021.
Baðherbergi tekið í gegn 2022, innrétting, klósett,sturta, gólfefni og lagnir.
Forstofa var flísalögð 2020/2021.
Gólf á gangi og þvottahúsi í sameign var epoxy húðað.
Parket var slípað og lakkað árið 2020/2021.
Frárennslislagnir voru yfirfarnar og fóðraðar 2024.
Skipt var um járn á þaki ásamt pappa árið 2024.
Raflagnir, dregið var í allt nýtt árið 2021, ný ljós, tenglar og tafla. Led lýsing í allri íbúðinni.
Parket í barnaherbergjum hefur verið endurnýjað.

Húsið þarfnast viðhalds að utan.

Sameiginlegt þvottahús er í sameigninni og þar er 5,6 fm. sérgeymsla sem fylgir íbúðinni.

Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur [email protected].

"Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"   
    
                                                                                                                
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.