Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Hnaus 3 Flóahreppi. 11,7 ha land, að mestu skógur. Rafmagn og heitt og kalt vatn til staðar. Skráð í skipulagi sem "Annað land"
Landið liggur að mestu meðfram Hnausvegi og er hluti þess vestan vegar.
Það kemur í hlut og á ábyrgð kaupanda að deiliskipuleggja landið hafi hann uppi áform um t.d. frístundabyggð fyrir eitt hús eða fleiri.
Frá ca 1977 hefur verið gróðursett í landið, að mestu. Minna hefur verið gróðursett vestan vegar. Ríkjandi tegundir eru sitkagreni, blágreni, alaskaösp og birki.
Einstaklega áhugvert svæði, skjólsælt og fallegt. Gott aðgengi. Ca 10 mín akstur frá Selfossi.
Kalt vatn á svæðinu kemur frá Kaldavatnsveitu Flóahrepps og heitt vatn frá hitaveitu Áshildarmýrar.
Einnig er í söluferli Hnaus land 1, í eigu sama aðila. Það land er 21,9 ha og liggur samhliða Hnausi 3
Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. Kaupandi er sérstaklega hvattur til að kynna sér allt er snýr að skipulagsmálum og veitum.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.