Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu hesthúsið Vallartröð 10, Selfossi. 12 hesta hús, með reiðskemmu og góðri kaffistofu.Vandað 12 hesta hús ásamt reiðskemmu í yngri hluta hesthúsahverfisins á Selfossi. Hesthús hlutinn er 141,5 fm auk hlöðu sem er 17,8 fm, reiðskemma sem er 155,7 fm og kaffistofa sem er 33,8 fm. Samtals 348,8 fm. Auk þess er haughúskjallari undir hluta hússins og það skráð 71,6 fm og er sá hluti skráður inn í heildarstærð hússins sem er skráð 420,4 fm.
Hesthúsið er með 12 eins hesta stíum. Innréttingar eru úr galvaneseruðu járni og plastklæðningu. Útveggir er klæddir með plastklæðningu að neðanverðu. Efri hluti veggja og loft eru klædd með hvítri járnklæðningu. Loft eru upptekin. Breiður gangur er á milli stía. Salerni er á jarðhæð og er þar innrétting og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Hlaðan er flísalögð, rennihurð er á milli hlöðu og hesthúss. Veggir í hlöðu eru klæddir með plastkæðningu. Á hlöðu er innkeyrsluhurð.
Reiðskemman er 10mx15m. Neðri hluti veggja er klæddur með krossvið og efri hluti og loft með hvítri járnklæðningu. Húsið er einangrað. Góð innkeyrsluhurð er á húsinu auk gönguhurðar. Opið er á milli hesthúss og reiðskemmu.
Á efri hæð yfir hesthúsinu er snyrtileg kaffistofa. Hringstigi er upp á kaffistofu. Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa og upphengdu salerni. Stofa og eldhús er í einu rými og inn af því er eitt herbergi. Hnotuparket er á öllum gólfum og viðarþiljur í loftum. Kirsuberjainnrétting er í eldhúsi.
Tvö aðskilin gerði. Gerði úr galvaneseruðu járni. Breið steypt stétt er við hlið hússins og framan við það.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 [email protected] ,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.