Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu Arnarsand 3, Hellu. Vel staðsett tvílyft einbýlishús með bílskúr, innst í botnlanga við útivistarsvæði. Hellulögð innkeyrsla. Timburverandir bæði framan og aftan við hús. Fimm svefnherbergi. Tvílyft einbýlishús byggt úr timbri árið 1995. Að utan er húsið klætt með canexel klæðningu. Á þaki er nýlegt litað bárujárn Álgluggar. Við inngang hússins er yfirbyggð steypt stétt.
Nánari lýsing neðri hæð:Forstofa er flísalögð.
Tvö svefnherbergi annað er forstofuherbergi.
Flísalagt hol. Úr holi er gengið upp á efri hæð. Undir stiga er geymsla. Innbyggður skápur er í holi.
Flísalagt salerni. Þar er upphengt salerni og innrétting.
Flísalagt þvottahús þar er vaskur og innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Þvottahúsinngangur..
Eldhús flísalagt. Þar er ljós viðar fulningainnrétting með flísum á milli skápa.
Parketlögð borðstofa þar er útgengt út á verönd um rennihurð. Fyrir utan borðstofu er timburverönd.
Parketlögð stofa með útbyggðum glugga. Panilklædd loft.
Nánari lýsing efri hæð:Hol og þrjú rúmgóð herbergi þar af eitt með stórum skáp. Á gólfum er korkur.
Flísalagt baðherbergi, þar er innrétting, sturtuklefi og salerni.
Bílskúr er frístandandi. Gólf er flísalagt. Flekahurð með opnara. Búið er að innnrétta gestaherbergi með baðherbergi í enda skúrsins og við þann enda er timburpallur.
Garður er gróinn. Timburverönd er framan við húsið. Hellulögð innkeyrsla.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 [email protected] ,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.