Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.8969565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Ástjörn 1, virkilega snyrtilegt 4herb. 148,3fm timbur parhús á rólegum stað á Selfossi. Komið er inn í flísalagða
forstofu með skáp fyrir yfirhafnir. Þá stórt
alrými með rúmgóðum svefnherbergjum á vinstri hönd, baðherbergi gengt forstofu og stofu og eldhúsi sem búið er að opna á milli. Í
eldhúsi er vönduð upprunaleg innrétting sem búið er að lakka hvíta og tæki af vandaðri gerð.
Stofan stór og gengt út á
skjólsælan pall sunnan við húsið.
Svefnherbergin eru þrjú, öll rúmgóð en hjónaherbergið þeirra stærst og með stærstu skápunum.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, upphengt klósett, sturta með glervegg,handklæðaofn, handlaug í innréttingu og stór handklæðaskápur. Við hlið eldhúss er flísalagt
þvottahús með innréttingu. Parket á gólfum stofu, eldhúss og herbergja.
Bílskúrinn með nýlegum innkeyrsludyrum og gönguhurð, geymslulofti og afstúkuðum geymslum innaf.
Húsið er klætt að utan með steni plötum, gluggar og hurðir úr tré og bárujárn á þaki. Stimilsteypt bílastæði framan við húsið og pallur baka til í garðinum.
- Tilbúið til afhendingar við kaupsamning. -Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565 [email protected]
- VINSAMLEGAST BÓKIÐ EINKASKOÐUN - Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.